Notendaskilmálar korta
Skilmálar vefverslunar K3 ehf. / Finnsson.
Velkominn í vefverslun veitingastaðarins Finnsson sem er í eigu og rekstri K3 ehf., kt: 610404-3830, 3. hæð í Kringlunni, 103 Reykjavík. VSK nr: 82780. Hér eftir verður notast við „við“, „okkur“, og „okkar“ þegar átt er við Finnsson.
Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að nota vefverslun Finnsson samþykkir þú þessa skilmála:
Eftirtalin hugtök hafa þessa merkingu þar sem þau koma fyrir í skilmálum þessum:
1. SKILGREININGAR.
- Fullorðinn eru einstaklingar sem eru 18 ára og eldri.
- Matarkortin eru rafræn kort með inneign á ákveðinn fjölda aðalrétta með gosi og kaffi á eftir.
- Rafrænu kortunum er framvísað í afgreiðslu Finnsson að lokinni máltíð þar sem starfsmaður mun skrá rafræna úttekt.
2. NOTENDAREGLUR.
Matarkort:
- Eru kort sem gefin eru út eingöngu fyrir fyrirtæki og eru til einkanota fyrir starfsmenn fyrirtækja.
- Starfsmönnum er heimild að nota kortið fyrir fleiri en eina máltíð í einu.
- Kortið gildir í eitt ár frá útgáfudegi.
3. VERÐSKRÁ.
- Verðin á kortunum miðast við matseðlaverð hvers tíma með afslætti frá 16 til 35%. Matarkortin gilda ekki fyrir Grillseðil Finnsson.
4. VANEFNDIR, LOKUN KORTA.
- Ef korthafi gerist brotlegur við notendareglur samkvæmt skilmálum þessum hefur Finnsson heimild til að afturkalla og loka korti fyrirvaralaust.
5. GREIÐSLUVANDAMÁL.
- Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftirá vegna greiðslu (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina.
6. MISNOTKUN Á KORTUM.
- Verði einstaklingur uppvís að því að framvísa/nota matarkortið sem skráð er á annan einstakling hefur Finnsson heimild til að loka viðkomandi korti.
7. PERSÓNUUPPLÝSINGAR.
- Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þegar verslað er á vefsíðu þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæði okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp í pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.